Innlent

Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir

Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni.

Styrkirnir eru gerðir opinberir í samræmi við viljayfirlýsingu formanna stjórnmálaflokkanna frá síðastliðnu ári.

Athygli vekur að langflestir sem tilgreindir eru og styrktu flokkinn eru engu að síður nafnlausir eða tæplega 150 lögaðilar. Í yfirlýsingu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins segir:

„Þar sem ekki hafði tekist að leita eftir samþykki styrktaraðila fyrir birtingu er hinu uppfærða yfirliti ætlað að koma betur til móts við óskir þar að lútandi. Haft var samband við alla styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins á umræddu tímabili og samþykkis fyrir birtingu leitað.

Í uppfærðu yfirliti er því að finna nöfn styrktaraðila sem veittu slíkt samþykki en aðrir, sem ýmist höfnuðu birtingu, náðist ekki til þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eða hafa ekki enn brugðist við óskum um birtingu eru merktir „NN"."

Landsbankinn styrkir flokkinn langmest á tímabilinu sem hefur verið gert opinbert eða um 44 milljónir. Næstir á eftir þeim er FL Group sem styrkti flokkinn um 30 milljónir króna. Landsbankinn og FL Group eiga hæstu einstöku framlögin eða 30 milljónir í einni styrktargreiðslu. Þær voru báðar inntar af hendi árið 2006.

Næst hæsta einstaka greiðslan var frá Ístak árið 2004. Þá styrktu þeir flokkinn um tíu milljónir í einni greiðslu.

Sá nafnlausi lögaðili sem styrkti flokkinn mest gaf honum 13.5 milljónir króna.

Hægt er að skoða yfirlitið hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×