Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt 31. mars 2009 15:40 Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira