Enski boltinn

Zhirkov í læknisskoðun hjá Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar

Chelsea er að ganga frá kaupunum á Yuri Zhirkov en kaupverðið er talið vera í kringum 18 milljónir punda. Zhirkov er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea en hann er 25 ára kantmaður CSKA Moskvu.

Talið var að Zhirkov myndi yfirgefa CSKA Moskvu eftir Evrópumótið í fyrra þar sem hann var einn af lykilmönnum liðsins og hjálpaði Rússlandi í undanúrslit keppninnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×