Enski boltinn

Fyrsta tap Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll skoraði mark Newcastle í kvöld.
Andy Carroll skoraði mark Newcastle í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Blackpool á útivelli, 2-1.

Andy Carroll kom Newcastle yfir á 40. mínútu leiksins en Brett Ormerod jafnaði metin fyrir heimamenn á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Jason Euell skoraði svo sigurmark Blackpool í leiknum á 65. mínútu.

Reading tapaði fyrir Cardiff á heimavelli í kvöld, 1-0. Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn í liði Reading en Ívar Ingimarsson var á bekknum og kom ekki við sögu. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading.

Reading er í 18. sæti deildarinnar með einungis sex stig eftir sjö leiki. Newcastle er í þriðja sætinu með sextán stig en Blackbpool í því ellefta með tíu. Cardiff er í fjórða sæti með þrettán stig eftir sigur kvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×