Enski boltinn

Fyrrum eigandi Newcastle: Liðið er algjört rusl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Newcatle báru höfuðið ekki hátt á sunnudaginn.
Stuðningsmenn Newcatle báru höfuðið ekki hátt á sunnudaginn. Mynd/AFP

Sir John Hall, fyrrum eigandi Newcastle, er harðorður gagnvart liðinu sem féll á sunnudaginn úr ensku úrvalsdeildinni eftir sextán ára dvöl í efstu deild.

Sir John Hall var aðalmaðurinn á bak við uppkomu Newcastle á tíunda áratugnum en árið 2007 seldi hann hluti sína í félaginu til Mike Ashley.

„Taflan lýgur ekki. Liðið er búið að vera hræðilegt allt tímabilið en verst af öllu var að leikmennirnir virtust ekki einu sinni reyna að vinna á sunnudaginn. Þetta lið er algjört rusl og hreinlega vonlaust," sagði Sir John Hall.

Sir John Hall gagnrýndi kaup félagsins á síðustu árum en liðið er fullt af þekktum nöfnum sem standa ekki lengur undir nafni. „Lærdómurinn sem má læra af þessu er að þú byggir ekki upp lið á mönnum gærdagsins. Það er tákn um metnaðarlaust lið," sagði Sir John Hall.

Sir John Hall vill að Alan Shearer haldi áfram sem stjóri liðsins í B-deildinni. „Shearer verður að vera áfram. Hann hefur enga reynslu en það hafði Kevin Keegan ekki heldur. Það sem skiptir mestu máli er að stuðningsmennirnir trúa á hann," sagði Sir John Hall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×