Enski boltinn

Bendtner: Spilaði eins og áhugamaður í tvo mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner, danski framherji  Arsenal.
Nicklas Bendtner, danski framherji Arsenal. Mynd/AFP

Nicklas Bendtner, danski framherji enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir gagnrýni á sig í upphafi tímabilsins hafi verið réttmæt. Bendtner tók sig hinsvegar á, spilaði mjög vel eftir áramót og skoraði 15 mörk á tímabilinu.

„Ég hef ekki farið leynt með það að mér fannst ég spila eins og áhugamaður tvo fyrstu mánuði tímabilsins. Ég spilaði eins og sunnudagsleikmaður," sagði Bendtner. „Ég lagði samt mikið á mig og vann vel en það gekk bara ekkert upp. Svo small þetta allt í einu og síðan þá hef ég orðið betri og betri," sagði þessi 21 árs gamli Dani.

„Ég er stoltur af þessu tímabili fyrir mig persónulega en það er samt hlutir sem ég þarf að vinna í og ég veit að ég gat gert enn betur. Ég lít samt jákvætt á það því það þýðir bara að ég geti bætt mig á næsta tímabili," sagði Bendtner.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×