Móðir unga mótmælandans hugleiðir að kæra lögreglu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 21. janúar 2009 09:30 Pauline og Patrick. Pauline McCarthy, móðir ellefu ára drengs sem lögregla tók í mótmælunum við þinghúsið og flutti á lögreglustöð er alls ekki sátt við framgöngu laganna varða í málinu. Hún hugleiðir að kæra lögreglu fyrir mannrán. Pauline þjáist af mikilli liðagigt, en gleymdi gigtarlyfjunum sínum heima þegar hún og Patrick sonur hennar fóru á mótmælafundinn í dag. Hún sat því á bekk í alþingisgarðinum á meðan mótmælin þar áttu sér stað. Hún leyfði Patrick að labba um garðinn en passaði þó alltaf að hann væri í sjónmáli. Kuldi, lyfjaleysið og löng seta á bekknum gerðu það að verkum að gigtarverkirnir ágerðust og Pauline treysti sér ekki lengur til að standa upp. Á einum tímapunkti sér hún 5-6 lögreglumenn ræða við Patrick, sem þá stóð í um 20 metra fjarlægð frá henni. Pauline segir hann hafa bent á mömmu sína og lögreglumennirnir þá litið í átt til hennar. Hún segir ástandið hafa verið að ókyrrast, og lögreglumennirnir hafi kippt Patrick til baka. Hún átti þó von á því að þeir kæmu með hann til hennar. „En í stað þess að fara með Patrick til mín, fóru þeir með hann burt," segir Pauline. Hún segist þó hafa treyst lögreglu, og hugsað að hann væri í góðum höndum. Eftir nokkra stund fer hún að ókyrrast þegar ekkert bólar á drengnum. Lögregla var þá að byrja að rýma garðinn, og sagði einn lögreglumanna Pauline að standa upp og fara. Hún sagði að sér væri illt, og treysti sér ekki til að standa á fætur og ganga í gegnum þvöguna. Pauline segir manninn hafa tekið sig upp og sleppt sér niður á jörðina. Hún hafi ekki getað staðið upp af sjálfsdáðum, og hafi kallað á hjálp. Hún segir lögreglukonu og ljósmyndara á vegum lögreglu hafa komið sér til hjálpar og stutt sig út úr garðinum. Þau hafi verið afar elskuleg og farið með sig út í sjúkrabíl. Kært til barnaverndarnefndarMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist þá hafa frétt af því að systir kærasta hennar hafi séð lögreglu leiða Patrick burt í sjónvarpinu. Vinur hennar sækir hana og þau keyra rakleiðis upp á lögreglustöð að sækja drenginn. Vegna þess hve Pauline var illt fór vinur hennar inn að sækja drenginn. Pauline segir hann hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að mál drengsins verði kært til barnaverndarnefndar.„Hann stendur tuttugu metra frá mér, bendir á mig og þeir taka hann burt. Og svo ætla þeir að kæra mig?," segir Pauline, sem sjálf hugleiðir að kæra lögreglu fyrir framferðið. Meðal annars hafi Patrick verið klæddur úr bol sem hann var í, og skoðaður, nokkuð sem hún segir Patrick hafa þótt afar vandræðalegt. Hefur fullan rétt á að hafa skoðunMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist ekki sammála þeim sem segja að svo ung börn eigi ekki erindi á mótmælafundi. Patrick hafi þungar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu, og vilji mótmæla. „Börn sjá fréttirnar líka. Það versta fyrir þau er að geta ekkert gert í málunum," segir Pauline, og bætir við að Patrick hafi ekki stafað hætta frá mótmælendum, einungis lögreglu.„Sjáðu byltinguna í Úkraínu. Fólkið fór með alla fjölskylduna sína og það gerði það að verkum að ráðamenn sáu að sér," segir Pauline, sem finnst Patrick auk þess hafa fullan rétt á að hafa skoðun á málunum: „Það er hann sem á eftir að borga fyrir þetta ástand það sem eftir er ævinnar," segir Pauline. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Pauline McCarthy, móðir ellefu ára drengs sem lögregla tók í mótmælunum við þinghúsið og flutti á lögreglustöð er alls ekki sátt við framgöngu laganna varða í málinu. Hún hugleiðir að kæra lögreglu fyrir mannrán. Pauline þjáist af mikilli liðagigt, en gleymdi gigtarlyfjunum sínum heima þegar hún og Patrick sonur hennar fóru á mótmælafundinn í dag. Hún sat því á bekk í alþingisgarðinum á meðan mótmælin þar áttu sér stað. Hún leyfði Patrick að labba um garðinn en passaði þó alltaf að hann væri í sjónmáli. Kuldi, lyfjaleysið og löng seta á bekknum gerðu það að verkum að gigtarverkirnir ágerðust og Pauline treysti sér ekki lengur til að standa upp. Á einum tímapunkti sér hún 5-6 lögreglumenn ræða við Patrick, sem þá stóð í um 20 metra fjarlægð frá henni. Pauline segir hann hafa bent á mömmu sína og lögreglumennirnir þá litið í átt til hennar. Hún segir ástandið hafa verið að ókyrrast, og lögreglumennirnir hafi kippt Patrick til baka. Hún átti þó von á því að þeir kæmu með hann til hennar. „En í stað þess að fara með Patrick til mín, fóru þeir með hann burt," segir Pauline. Hún segist þó hafa treyst lögreglu, og hugsað að hann væri í góðum höndum. Eftir nokkra stund fer hún að ókyrrast þegar ekkert bólar á drengnum. Lögregla var þá að byrja að rýma garðinn, og sagði einn lögreglumanna Pauline að standa upp og fara. Hún sagði að sér væri illt, og treysti sér ekki til að standa á fætur og ganga í gegnum þvöguna. Pauline segir manninn hafa tekið sig upp og sleppt sér niður á jörðina. Hún hafi ekki getað staðið upp af sjálfsdáðum, og hafi kallað á hjálp. Hún segir lögreglukonu og ljósmyndara á vegum lögreglu hafa komið sér til hjálpar og stutt sig út úr garðinum. Þau hafi verið afar elskuleg og farið með sig út í sjúkrabíl. Kært til barnaverndarnefndarMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist þá hafa frétt af því að systir kærasta hennar hafi séð lögreglu leiða Patrick burt í sjónvarpinu. Vinur hennar sækir hana og þau keyra rakleiðis upp á lögreglustöð að sækja drenginn. Vegna þess hve Pauline var illt fór vinur hennar inn að sækja drenginn. Pauline segir hann hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að mál drengsins verði kært til barnaverndarnefndar.„Hann stendur tuttugu metra frá mér, bendir á mig og þeir taka hann burt. Og svo ætla þeir að kæra mig?," segir Pauline, sem sjálf hugleiðir að kæra lögreglu fyrir framferðið. Meðal annars hafi Patrick verið klæddur úr bol sem hann var í, og skoðaður, nokkuð sem hún segir Patrick hafa þótt afar vandræðalegt. Hefur fullan rétt á að hafa skoðunMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist ekki sammála þeim sem segja að svo ung börn eigi ekki erindi á mótmælafundi. Patrick hafi þungar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu, og vilji mótmæla. „Börn sjá fréttirnar líka. Það versta fyrir þau er að geta ekkert gert í málunum," segir Pauline, og bætir við að Patrick hafi ekki stafað hætta frá mótmælendum, einungis lögreglu.„Sjáðu byltinguna í Úkraínu. Fólkið fór með alla fjölskylduna sína og það gerði það að verkum að ráðamenn sáu að sér," segir Pauline, sem finnst Patrick auk þess hafa fullan rétt á að hafa skoðun á málunum: „Það er hann sem á eftir að borga fyrir þetta ástand það sem eftir er ævinnar," segir Pauline.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira