Enski boltinn

Pirlo útilokar ekki að fara til Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo. Nordic photos/Getty images

Miðjumaðurinn Andrea Pirlo er einn þeirra leikmanna AC Milan sem hafa verið orðaðir við Chelsea eftir að Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri AC Milan, tók við stjórnartaumunum á Brúnni.

Ítalski landsliðsmaðurinn vildi hvorki neita né játa þegar hann var spurður um mögulega endurfundi við Ancelotti hjá Chelsea á blaðamannafundi sem haldinn var í æfingarbúðum ítalska landsliðsins í Suður-Afríku.

„Ég og Chelsea. Við skulum bara sjá til hvað gerist," segir Pirlo sem var ekki sáttur þegar AC Milan ákvað að selja Kaka á dögunum.

„Við tókum fréttunum af sölu Kaka frekar illa. Kaka er frábær leikmaður og drengur góður. Það mun taka tíma að fylla skarð hans í liðinu. Forráðamenn AC Milan vildu peninginn og það var rétt hjá Kaka að segja að þetta hafi ekki verið bara hans ákvörðun," segir Pirlo augljóslega ekki sáttur með vinnubrögð yfirmanna sinna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×