Enski boltinn

Strákurinn hefur verið heill í heilan mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aquilani og Benitez.
Aquilani og Benitez.

Þeir eru margir sem furða sig á því hversu lítið Alberto Aquilani hefur spilað hjá Liverpool. Þeirra á meðal er faðir Aquilani.

„Alberto er heill heilsu og hefur verið það í heilan mánuð," sagði pabbinn en Aquilani var fyrstu mánuði sína hjá félaginu á sjúkralistanum en hefur fá tækifæri fengið til þess að koma sér í gang eftir meiðslin.

„Honum líður vel og finnur ekki fyrir meiðslunum. Eina sem hann vantar núna er að fá mínútur á vellinum. Hann getur ekki beðið eftir að komast í gang með liðinu og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera meiddur og síðan að fá ekkert að spila. Hann er augljóslega ekkert sérstaklega hamingjusamur með þessa stöðu," sagði faðirinn.

„Ég veit ekki af hverju Benitez gefur honum ekki tækifæri. Það er aftur á móti undir Alberto komið að standa sig vel og setja pressu á þjálfarann að nota sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×