Innlent

Eiga fyrir ofurstyrkjum en vilja ekki endurgreiða strax

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn eiga þær 55 milljónir sem hann hafi sagst ætla að endurgreiða FL Group og Landsbankanum. Hún sagðist ekki eiga von á því að styrkirnir yrðu endurgreiddir fyrir kosningar en Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði að þeir yrðu endurgreiddir þann 1.júní næstkomandi.

Þetta kom fram á Lýðvarpinu 100,5 en Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar ræddi við Grétu. Símtalið birtir Ástþór síðan á heimasíðu Lýðvarpsins í dag.

55 milljóna styrkir FL Group og Landsbankans hafa verið töluvert í umræðunni en styrkina fékk Sjálfstæðisflokkurinn þann 29.desember árið 2006, örfáum dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka voru samþykkt á Alþingi. Í kjölfar þess lýsti formaður flokksins því yfir að styrkirnir yrðu endurgreiddir.

Ástþór spyr í fréttatilkynningu sem hann sendir frá sér vegna málsins hversvegna styrkirnir séu ekki greiddir í dag, þar sem peningarnir séu tilbúnir á reikningi flokksins eins og framkvæmdarstjórinn hafi staðfest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×