Enski boltinn

Umboðsmennirnir fengu 70 milljónir punda í sinn vasa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez , með skjólstæðingi sínum.
Kia Joorabchian, umboðsmaður Carlos Tevez , með skjólstæðingi sínum. Mynd/AFP

Umboðsmenn knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni græddu 70 milljónir punda eða rúma fjórtán milljarða íslenskra króna á félagsskiptum leikmanna í janúar og í sumar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu yfir kostnað ensku úrvalsdeildarliðanna frá 1.október 2008 til 30. september 2009.

Manchester City greiddi mest allra félaga í umboðslaun eða um 13 milljónir punda sem gera um 2,8 milljarða íslenskra króna.

City-liðið keypti leikmenn fyrir 170 milljónir punda á þessu tímabili. Chelsea greiddi 9,6 milljónir punda til umboðsmanna og í þriðja sæti var Liverpool með 6,7 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×