Enski boltinn

Ireland fluttur á sjúkrahús vegna svima og ógleði

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stephen Ireland í leik með City gegn United.
Stephen Ireland í leik með City gegn United. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur sent frá sér fréttatilkynningu útaf miðjumanninum Stephen Ireland sem fór til skoðunar á sjúkrahúsi í gærkvöld.

Ireland var skipt af velli um miðjan síðari hálfleik í 2-1 sigri gegn Fulham í framlengdum leik í enska deildarbikarnum en hann varð að yfirgefa völlinn eftir að hann fann fyrir svima og ógleði.

„Ireland fór á sjúkrahús í gærkvöldi og gekkst undir ýmis próf en hann fékk að fara heima af þeim loknum," segir í fréttatilkynningu frá Manchester City.

Búist er við því að Ireland verði klár í næsta leik City gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Borgarleikvanginum í Manchester á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×