Enski boltinn

Bolton hefur áhuga á Bowyer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Bowyer fagnar marki í leik með West Ham.
Lee Bowyer fagnar marki í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun Bolton vera áhugasamt um að fá Lee Bowyer í sínar raðir.

Bowyer er á mála hjá West Ham en var lánaður til Birmingham í janúar síðastliðnum. Félagið komst upp í ensku úrvalsdeildina í vor og hefur áhuga á að halda Bowyer í sínum röðum.

Tom Huddlestone hefur einnig verið orðaður við Bolton en Gary Megson, stjóri liðsins, er sagður vilja styrkja leikmannahópinn með miðvallarleikmönnum fyrir næsta keppnistímabil. Sean Davis er einnig sagður á leið til félagsins eftir að samningur hans við Portsmouth rennur út um næstu mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×