Enski boltinn

Chelsea býður í David Villa

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Chelsea hefur boðið Valencia 45 milljónir Evra fyrir spænska sóknarmanninn David Villa. Talið er að Valencia samþykki boðið en Villa neiti hinsvegar enska félaginu og velji frekar að fara til Real Madrid.

Villa langar helst til að vera áfram á Spáni og virðist vera nokkuð sama hvort hann fari til Real eða Barcelona. Bæði félögin hafa mikinn áhuga á honum en Real hefur þegar boðið um 36 milljónir Evra í kappann.

Real er ekki tilbúið til að borga meira og því er boltinn hjá Valencia. Neiti þeir tilboði Real gæti Villa farið til viðræðna við ensku bikarmeistarana.

Gerist það mun Real Madrid væntanlega reyna að klófesta Diego Forlán, markahæsta mann deildarkeppninnar á nýafsniðnu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×