Erlent

Muhammad tekinn af lífi í nótt

John Allan Muhammad fyrir rétti.
John Allan Muhammad fyrir rétti. MYND/Getty

John Allen Muhammad, maðurinn sem myrti tíu manns úr launsátri í úthverfum Washington borgar í Bandaríkjunum árið 2002 var tekinn af lífi í Virginíu í nótt. Aftakan fór fram með eitursprautu en verjendur Muhammads höfðu reynt allt til þess að fá aftökunni frestað.

Síðasta hálmstráið var að ríkisstjóri Virginíu myndi náða manninn en hann ákvað að gera það ekki. Að sögn yfirmanns fangelsisins fór aftakan fram á vandkvæða. Eins og hefð er fyrir var Muhammad boðið að segja eitthvað að lokum en hann þáði það ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×