Erlent

Með nýtt frumvarp í smíðum

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi forsætisráðherra og félagar hans á Ítalíuþingi ætla að leggja fram frumvarp sem myndi losa hann úr snöru réttarkerfisins vegna spillingarmála sem hann er ákærður fyrir.

Réttarhöld ættu að hefjast í næsta mánuði vegna þess að lög, sem hann hafði áður fengið samþykkt á þingi til að koma sér undan réttarhöldum, voru felld úr gildi af stjórnlagadómstól. Gianfranco Fini, samherji Berlusconi, hafði lýst yfir efasemdum um nýju lögin, en nú virðast þeir hafa náð samkomulagi.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×