Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2009 12:25 Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira