Fótbolti

G-riðillinn er dauðariðillinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Charlize Theron var aðalmanneskjan á drættinum í dag.
Charlize Theron var aðalmanneskjan á drættinum í dag.

Það var mikil spenna um allan heim í kvöld þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Suður-Afríku.

G-riðillinn verður dauðariðillinn að þessu sinni en í honum eru Brasilía, Portúgal, Fílabeinsströndin og Norður-Kórea.

Spánn og Ítalía lentu í léttum riðlum og England ætti einnig að komast áfram í sínum riðli.

Opnunarleikur keppninnar verður viðureign Suður-Afríku og Mexíkó.

Drátturinn:

A-riðill: Suður-Afríka, Mexíkó, Úrúgvæ, Frakkland.

B-riðill: Argentína, Suður-Kórea, Nígería, Grikkland.

C-riðill: England, Bandaríkin, Alsír, Slóvenía.

D-riðill: Þýskaland, Ástralía, Ghana, Serbía.

E-riðill: Holland, Japan, Kamerún, Danmörk.

F-riðill: Ítalía, Nýja-Sjáland, Paragvæ, Slóvakía.

G-riðill: Brasilía, Norður-Kórea, Fílabeinsströndin, Portúgal.

H-riðill: Spánn, Hondúras, Chile, Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×