Enski boltinn

Hughes: Richards verður ekki seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Micah Richards í leik með Manchester City.
Micah Richards í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið muni ekki selja Micah Richards nú í sumar eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Richards er tvítugur og þykir með efnilegri varnarmönnum Englands. Hann á þegar að baki ellefu landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.

Hann hefur hins vegar þótt talsvert frá sínu besta á núverandi tímabili og honum mun hafa lent saman við Hughes nú fyrir skömmu.

„Við ætlum ekki að selja Micah Richards. Það eru ákveðnir leikmenn sem lifa sig inn í félagið og Micah er einn þeirra," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×