Enski boltinn

Le Tissier og félagar hættir við Southampton yfirtöku

Ómar Þorgeirsson skrifar
Matt Le Tissier.
Matt Le Tissier. Nordic photos/Getty images

Fjárfestingarfyrirtækið Pinnacle Group, sem fyrrum Southampton leikmaðurinn Matt Le Tissier fór fyrir, hefur hætt við fyrirhugaða yfirtöku sína á enska c-deildarfélaginu Southamton. Frá þessu var greint á Sky Sports fréttastofunni í kvöld.

„Það er með mikilli eftirsjá og pirringi sem ég greini frá því að Pinnacle Group er hætt við að fjárfesta í Southamton vegna óleysanlegs ágrennings við enska knattspyrnusambandið," segir í yfirlýsingu frá Le Tissier.

Talið er að enska knattspyrnusambandið hafi ekki viljað láta við sitja að refsa félaginu með tíu refsistigum í upphafi næsta keppnistímabils, eins og þegar var búið að ákveða vegna bágrar fjárhagsstöðu félagssins og ógreiddra launa leikmanna, heldur sé von á meiri stigarefsingu og því hafi yfirtakan fallið niður.

Le Tissier er lifandi goðsögn á meðal stuðningsmanna Southampton en hann skoraði 209 mörk í 540 leikjum með liðinu á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×