Enski boltinn

Lampard ánægður með Ancelotti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard tryggir Chelsea enska bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi.
Frank Lampard tryggir Chelsea enska bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard vonast til þess að Chelsea hafi duttið í lukkupottinn þegar að félagið réð Carlo Ancelotti sem knattspyrnustjóra félagsins nú fyrr í vikunni.

Lampard er nú staddur í Kasakstan þar sem að England mætir heimamönnum í undankeppni HM á laugardaginn. Kristinn Jakobsson mun dæma leikinn.

Lampard var spurður út í ráðningu Ancelotti á blaðamannafundi í dag og hafði ekkert nema gott um hann að segja.

„Allir sem hafa starfað með honum hæla honum í hástert," sagði Lampard. „Bæði sem knattspyrnustjóra og sem persónu. Ég starfaði með Guus Hiddink sem er frábær knattspyrnustjóri og maður og vonandi fáum við annan slíkan nú."

„Ég er mjög hrifinn af þeim tengslum sem hann myndar við leikmenn og þær starfsaðferðir sem hann hefur."

Ancelotti hefur formlega störf á Stamford Bridge þann 1. júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×