Enski boltinn

Drogba vill fá að ræða við Ancelotti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Didier Drogba vill fá að funda með Carlo Ancelotti, nýjum stjóra Chelsea, áður en hann ákveður að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Samningaviðræðurnar eru langt komnar en Drogba vill fá að heyra áætlanir Ancelotti áður en hann skuldbindur sig.

„Ég er búinn að lesa hitt og þetta en ég vil fá öll tíðindi frá fyrstu hendi," sagði Drogba sem neitar því að vera að leita að nýju félagi.

„Ég er með samning við Chelsea og það hefur enginn beðið mig um að finna mér nýtt félag. Ég vil fá að heyra frá Ancelotti sjálfum hvað hann hyggst fyrir með mig.

„Ég hef heyrt afar vel látið af honum. Hann er stór þjálfari sem hefur náð árangri. Menn segja mér að hann sé opinn þjálfari sem hægt sé að tala við og það líkar mér afar vel," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×