Enski boltinn

Fabregas: Arsenal vantar framherja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, viðurkennir að lið hans þurfi á virkilega sterkum framherja að halda til þess að komast enn lengra.

Fabregas segir að tapið gegn Man. City í deildarbikarnum hafi sýnt hversu fáa möguleika Arsenal hafi í framlínunni.

„Við vorum mikið með boltann en höfðum engan leikmann til þess að fara bakvið vörnina nema Carlos Vela. Við höfum marga leikmenn sem vilja fá boltann í fæturna en við þurfum aðra möguleika líka," sagði Fabregas.

Spænski miðjumaðurinn segir að Didier Drogba sé gott dæmi um hversu gott það sé fyrir aðra leikmenn af hafa afar sterkan leikmann í teignum.

„Meðallið sem hefur besta framherja heims getur alltaf gert eitthvað og Didier Drogba skiptir öllu hjá Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×