Enski boltinn

Jagielka og Yobo framlengja hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Jagielka í leik með Everton.
Phil Jagielka í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmennirnir Phil Jagielka og Joseph Yobo hafa samþykkt að framlengja samninga sína við Everton til næstu fimm ára.

Talsmaður Everton sagði í dag að samningaviðræðum væri lokið og að báðir leikmenn muni fljótlega undirrita samningana.

Jagielka á reyndar við meiðsli að stríða og hefur ekkert spilað með Everton í tæpan mánuð.

Báðir hafa gegnt lykilhlutverki í vörn Everton í vetur sem hefur haldið hreinu í nítján leikjum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×