Íslendingar eiga Norðurlandamet í sykurneyslu 22. maí 2009 05:30 Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira