Íslendingar eiga Norðurlandamet í sykurneyslu 22. maí 2009 05:30 Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykurneyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norðmenn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvörum, jógúrt, sælgæti, gosdrykkjum, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðisaukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur segir að verðnæmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneytendur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félagslega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat." Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu undanþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö prósenta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gosdrykkjum umfram aðra vöru í landinu," segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkjum. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagður á.ghs@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira