Erlent

Uppsagnir vofa yfir 1.000 starfsmönnum Starbucks

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þúsund starfsmenn kaffihúsakeðjunnar Starbucks í Bandaríkjunum gætu misst vinnuna á næstu mánuðum vegna lokunar margra tuga af kaffihúsum keðjunnar.

Skammt virðist stórra högga á milli hjá Starbucks en keðjan lokaði um 500 kaffihúsum í fyrra og sagði yfir 10.000 manns upp. Auk uppsagna og lokana nú verða stjórnendur sviptir bónusgreiðslum og starfsfólki keðjunnar hefur verið tilkynnt að fyrirtækið muni ekki geta staðið við sinn hluta af viðbótarlífeyrissparnaði þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×