Enski boltinn

United orðað við Luis Suarez - metinn á 35 milljónir punda

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Nordic photos/AFP

Framherjinn Luis Suarez hjá Ajax er orðinn einn eftirsóttasti framherji í Evrópu og þó víðar væri leitað eftir að hafa slegið í gegn í hollensku deildinni.

Hinn 22 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ hefur skorað 54 mörk í 75 leikjum með Ajax og hefur verið líkt við sjálfan Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Talið er að verðmiðinn á kappanum sé kominn upp í 35 milljónir punda en samkvæmt Sunday Times er Manchester United á meðal þeirra félaga sem talin eru vera að fylgjast náið með leikmanninum. Suarez hefur einnig verið orðaður við AC Milan, Inter og Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×