Enski boltinn

Mike Riley endar ferilinn í Eyjum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mike Riley.
Mike Riley. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnudómarinn víðkunni Mike Riley hefur ákveðið að leggja flautunni og taka við starfi sem yfirmaður dómara hjá enska knattspyrnusambandinu en tilkynnt var um ráðningu hans í dag.

Riley er mikill Íslandsvinur og er nú staddur í Vestmannaeyjum þar sem hann mun dæma úrslitaleik Shell-mótsins á morgun og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis verður þetta allra síðasti leikur sem hann dæmir á ferlinum.

Hinn 44 ára gamli Riley byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni árið 1996 og á að baki marga stórleiki, þar á meðal úrslitaleik FA bikarsins árið 2002 og úrslitaleik deildarbikarsins árið 2004.

Riley hefur verið FIFA dómari frá árinu 1999 og var til að mynda á meðal dómarar á lokakeppni EM 2004.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×