Enski boltinn

Lampard spilar bikarúrslitaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard hefur jafnað sig af meiðslum.
Lampard hefur jafnað sig af meiðslum. Nordic Photos/Getty Images

Chelsea hefur staðfest að Frank Lampard sé búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og muni spila bikarúrslitaleikinn gegn Everton á morgun.

Hnéð hefur verið að angra Lampard alla vikuna en hann er byrjaður að æfa af fullum krafti á nýjan leik.

„Já, ég er orðinn góður. Það var smá verkur að trufla mig en hnéð er komið í fínt lag. Ég mun spila," sagði Lampard.

Hann segist búast við erfiðum leik gegn Everton sem sé agað og vel skipulagt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×