Enski boltinn

Vidic er í buxunum á sínu heimili

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic.

Nemanja Vidic segist engan áhuga hafa á því að yfirgefa herbúðir Man. Utd þó svo konan hans sé ósátt í Manchester og flest stærstu lið Evrópu hafi gert honum tilboð.

Vidic segist hafa fengið tilboð frá AC Milan, Real Madrid og Barcelona en hefur ekki áhuga.

„Ana konan mín er óánægð með lífið í Manchester en ég mun ekki breyta til því ég er ánægður hjá liðinu sem og í borginni," sagði Vidic.

„Ég fékk tilboð frá Milan, Barca og Real. Ég var mjög heiðarlegur og sagði Sir Alex frá öllum þessum tilboðum. Hann var fljótur að bregðast við og hækkaði laun mín í samræmi við frammistöðuna.

Barcelona var til í að greiða 30 milljónir punda fyrir mig en mér datt aldrei í hug að taka slíku tilboði, sérstaklega þar sem Sir Alex brást svo vel við.

Mér er alveg sama þó ég fái ekki eins vel greitt og góðvinir mínir Rio og Rooney. Ætli ég sé ekki að fá svipað greitt og Berbatov og Carrick," sagði varnarmaðurinn sterki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×