Emil Hallfreðsson var í sigurliði Barnsley gegn Doncaster í ensku B-deildinni í dag en annars gekk Íslendingaliðunum ekkert sérstaklega vel á Englandi í dag.
Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á bekknum er Bolton tapaði fyrir Manchester United í dag, 2-1. Þá er Hermann Hreiðarsson meiddur en hans menn í Portsmouth töpuðu fyrir Tottenham á heimavelli í dag, 2-1.
Watford vann að vísu sinn leik í ensku B-deildinni, 1-0 gegn Middlesbrough á útivelli. Heiðar Helguson er hins vegar fjarverandi vegna meiðsla.
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem tapaði fyrir Sheffield Wednesday á útivelli, 2-0. Aron var tekinn af velli á 58. mínútu.
Barnsley vann 1-0 sigur á Doncaster en Emil var skipt út af á 57. mínútu leiksins.
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem tapaði fyrir West Brom á útivelli, 3-1. Gylfi Sigurðsson var á bekknum en Brynjar Björn Gunnarsson ekki í hópnum.
Þá kom Ármann Smári Björnsson inn á sem varamaður á 70. mínútu er Hartlepool vann 2-0 sigur á Swindon í ensku C-deildinni.
Misjafnt gengi Íslendinganna í Englandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn


Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn