Innlent

Stjórn LÍN vikið frá störfum

Katrín Jakobsdóttir, nýr menntamálaráðherra, lét það verða á meðal sinna fyrstu verka að víkja stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna frá störfum. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Katrínu að hún hyggist skipa í nýja stjórn í vikunni. Nýrri stjórn verður falið að fara yfir úthlutunarreglur sjóðsins og leggja til skammtímaaðgerðir.

Námsmenn erlendis hafa ekki farið varhluta af efnahagskreppunni og hefur mörgum þótt vanta upp á að sjóðurinn kæmi nægilega vel til móts við þá.

Gunnar Birgisson, fráfarandi formaður sjóðsins, segir í samtali við Vísi að hann telji eðlilegt að ný stjórn sé skipuð um leið og nýr ráðherra tekur til starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×