Enski boltinn

Zola: Fullkominn endir á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Gianfranco Zola var hæstánægður með tímabilið hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni sem lauk með 2-1 sigri á Middlesbrough í dag.

West Ham varð í níunda sæti með 51 stig og náði þar með jafn góðum árangri en grannar liðsins í Tottenham sem var með aðeins betra markahlutfall.

„Þetta hefur verið frábært tímabil. Leikurinn í dag var fullkominn endir á því," sagði Zola í samtali við breska fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta hefur verið árangur liðsheildarinnar og allir eiga hrós skilið. Við þurfum nú að byggja á þessum árangri og ná lengra."

Middlesbrough féll úr deildinni í dag en hefði með nokkurra marka sigri haldið sæti sínu. Zola notaði tækifærið og óskaði Gareth Southgate, stjóra Boro, alls hins besta.

„Ég er viss um að hann nær sér fljótt aftur á strik. Hann er mjög góður knattspyrnustjóri og afar jákvæð persóna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×