Enski boltinn

Shearer opinn fyrir tilboðum - bíður ekki endilega eftir Newcastle

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Nordic photos/AFP

Alan Shearer náði ekki að bjarga Newcastle frá falli eftir að hann tók tímabundið við knattspyrnustjórn félagsins á síðasta tímabili. Flestir bjuggust þó við því að Newcastle goðsögnin myndi halda áfram í starfi sínu í ensku b-deildinni eftir að fyrirhuguð sala á félaginu myndi ganga í gegn.

Eigandanum Mike Ashley hefur hins vegar ekki gengið vel að losa sig við félagið og í millitíðinni hefur Chris Hughton verið að gera góða hluti sem knattspyrnustjóri félagsins.

Sherar viðurkennir því að hann neyðist því jafnvel til að leita á önnur mið.

„Ef eitthhvað starf myndi bjóðast mér þá myndi ég skoða það mjög vel. Ég vill komast aftur af stað og það þarf ekkert endilega að vera hjá Newcastle," segir Shearer í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×