Enski boltinn

Everton vann auðveldan sigur gegn Blackburn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Louis Saha fagnar öðru marka sinna í dag.
Louis Saha fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic photos/AFP

Ófarir Sam Allardyce og lærisveina hans í Blackburn héldu áfram á í dag þegar Everton vann auðveldan 3-0 sigur í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park-leikvanginum í Liverpoolborg.

Louis Saha skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Everton en Joseph Yobo bætti því þriðja við.

Everton skaust upp í þrettánda sæti deildarinnar með sigrinum en Blackburn er í átjanda sæti og hefur aðeins unnið einn af fimm leikjum sínum til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×