Enski boltinn

Lampard: Stjórnuðum leiknum algjörlega eftir að við jöfnuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard sést hér skora sigurmark sitt í leiknum.
Frank Lampard sést hér skora sigurmark sitt í leiknum. Mynd/AFP

Frank Lampard kórónaði frábært tímabil hjá sér með því að tryggja Chelsea enska bikarinn í annað skiptið á þremur árum. Lampard skoraði sigurmarkið á klassískan Lampard-hátt.

„Við lentum 1-0 undir á fyrstu mínútu og við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka," sagði Frank Lampard, hetja Chelsea í dag.

„Við stjórnuðum leiknum algjörlega eftir að við jöfnuðum leikinn og ég er mjög ánægður með að hafa náð því að skora sigurmarkið," sagði Lampard sem var sáttur að ná því að kveðja Guus Hiddink með titli.

„Guus er búinn að vera stórkostlegur. Hann er frábær maður,ég elska að vinna með honum og hann á þennan titil skilinn," sagði Lampard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×