Enski boltinn

Bikarinn allur beiglaður eftir fögnuðinn í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson með enska bikarinn í fyrra.
Hermann Hreiðarsson með enska bikarinn í fyrra. Mynd/AFP

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fögnuðu því vel og lengi þegar þeir unnu enska bikarinn í fyrra eftir 1-0 sigur á Cardiff í úrslitaleiknum. Bikarinn fékk aðeins að finna fyrir því í öllum látunum og er nýkominn úr allsherjar yfirhalningu.

Á heimasíðu BBC má sjá skemmtilega myndasyrpu af því þegar bikarinn er tekinn í gegn og gerðu glansandi og flottur fyrir úrslitaleikinn í dag þar sem Chelsea og Everton berjast um það að komast í sama stall og Hermann og félagar í fyrra.

Myndaspyrpuna má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×