Samkomulag um samræmingu úrræða 3. apríl 2009 12:00 Við undirritun samkomulagsins. MYND/Pjetur Undirritað hefur verið samkomulag milli stjórnvalda og allra lánveitenda fasteignaveðlána hér á landi um samræmingu úrræða fyrir einstaklinga og heimili sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. Með samkomulaginu, sem var undirritað í Þjóðmenningarhúsinu í dag, er leitast við að tryggja að allir lántakendur fasteignaveðlána fái notið sambærilegra greiðsluerfiðleikaúrræða og Íbúðalánasjóður veitir viðskiptavinum sínum. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að samkomulagið sé í samræmi við verkefnaskrá ríkistjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila. „Samkomulagið er undirritað af Ástu R. Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra, Gylfa Magnússyni viðskiparáðherra og Guðmundi Bjarnasyni framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs annars vegar og Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hrafni Magnússyni framkvæmdastjóra Landssamtöka lífeyrissjóða, og Hlyni Jónssyni formanni skilanefndar SPRON hins vegar," segir ennfremur. „Samkomulagið gerir ráð fyrir að Íbúðalánasjóður veiti fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum upplýsingar og ráðgjöf um beitingu þessar greiðsluerfiðleikaúrræða. Þau koma, eftir atvikum, til viðbótar greiðsluerfiðleikaúrræðum sem lántakendur kunna eiga rétt á samkvæmt lögum. Samkomulagið gildir til ársloka árið 2010," segir að lokum en samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Undirritað hefur verið samkomulag milli stjórnvalda og allra lánveitenda fasteignaveðlána hér á landi um samræmingu úrræða fyrir einstaklinga og heimili sem eru í greiðsluerfiðleikum vegna fasteignaveðlána. Með samkomulaginu, sem var undirritað í Þjóðmenningarhúsinu í dag, er leitast við að tryggja að allir lántakendur fasteignaveðlána fái notið sambærilegra greiðsluerfiðleikaúrræða og Íbúðalánasjóður veitir viðskiptavinum sínum. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að samkomulagið sé í samræmi við verkefnaskrá ríkistjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila. „Samkomulagið er undirritað af Ástu R. Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra, Gylfa Magnússyni viðskiparáðherra og Guðmundi Bjarnasyni framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs annars vegar og Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hrafni Magnússyni framkvæmdastjóra Landssamtöka lífeyrissjóða, og Hlyni Jónssyni formanni skilanefndar SPRON hins vegar," segir ennfremur. „Samkomulagið gerir ráð fyrir að Íbúðalánasjóður veiti fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum upplýsingar og ráðgjöf um beitingu þessar greiðsluerfiðleikaúrræða. Þau koma, eftir atvikum, til viðbótar greiðsluerfiðleikaúrræðum sem lántakendur kunna eiga rétt á samkvæmt lögum. Samkomulagið gildir til ársloka árið 2010," segir að lokum en samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira