Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, fær að vita það í dag hvort aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmi hann í leikbann fyrir umdeild fagnaðarlæti sín eftir að hann skoraði á móti sínum gömlu félögum í Arsenal.
Adebayor hljóp þá völlinn á enda eftir að hann skoraði til þess að geta fagnað marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal. Adebayor baðst strax afsökunar á þessu eftir leik og sagði að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði.
„Ég vona að Manu fá ekki fleiri leiki í bann því við teljum að hann eigi það ekki skilið," sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City. Adebayor hefur þegar tekið út þriggja leikja bann fyrir að stíga á andlit Robin van Persie í sama leik.
Það þykir auka líkurnar á að Adebayor sleppi með bann hvernig tekið var á fagnaðarlátum Gary Neville í nágrannaslag Manchester-liðanna á dögunum. Neville slapp með refsingu en hann hljóp inn á völlinn þegar Michael Owen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Mikilvægur dagur fyrir Emmanuel Adebayor
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn

