Enski boltinn

Eriksson vill koma aftur til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Nordic Photos / Getty Images

Svíinn Sven-Göran Eriksson segist vera afar spenntur fyrir því að starfa á ný á Englandi. Hann segist vilja taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Eriksson var síðast stjóri hjá Man. City en fór síðan til Mexíkó. Það var stutt stopp því þar var Eriksson rekinn sem landsliðsþjálfari.

„Ég myndi gjarna vilja koma aftur í ensku úrvalsdeildina en hvaða stjóri vill ekki þjálfa í ensku úrvalsdeildinni?" sagði Eriksson.

„Fá félög skipta um stjóra og við verðum því að bíða og sjá hvað gerist," sagði Eriksson sem hefur verið orðaður við Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×