Enski boltinn

Hangeland framlengir við Fulham - semur til 2013

Ómar Þorgeirsson skrifar
Brede Hangeland.
Brede Hangeland. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn sterki Brede Hangeland hefur bundið enda á þrálátar sögusagnir um að hann sé að fara að yfirgefa herbúðir Fulham með því að skrifa undir nýjan samning við Lundúnafélagið.

Samningur norska landsliðsmannsins gildir til sumarsins 2013 en hann hefur þótt á meðal bestu varnarmanna ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann kom til Fulham frá FC Kaupmannahöfn í janúar árið 2008 ot til mynda verið sterklega orðaður við Arsenal.

„Ég hef alltaf sagt að ég sé ánægður hjá Fulham og ég vill gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja félaginu velgengni. Fulham hefur tekið stór framfarar skref síðan ég kom til félagsins og vonandi heldur sú þróun áfram," segir hinn 28 ára gamli Hangelandi í viðtali á opinberri heimasíðu Fulham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×