Enski boltinn

Gabriel Obertan formlega genginn í raðir United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gabriel Obertan.
Gabriel Obertan. Nordic photos/AFP

Englandsmeistarar Manchester United hafa staðfest kaup á franska U-21 árs landsliðsmanninum Gabriel Obertan frá Frakklandsmeisturum Bordeaux.

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er kaupverðið talið vera í kringum 3 milljónir punda.

Hinn tvítugui vængmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×