Enski boltinn

Jagielka vill vera áfram hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Jagielka í leik með Everton.
Phil Jagielka í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Phil Jagielka, varnarmaður Everton, segist gjarnan vilja framlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið.

Jagielka hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og gegn lykilhlutverki í liði Everton. Hann varð hins vegar fyrir áfalli í síðasta mánuði er hann meiddist illa á hné og þurfti hann að fara í aðgerð vegna þeirra. Hann verður væntanlega ekki aftur klár í slaginn fyrr en snemma á næsta tímabili.

Hann sagði í samtali við enska fjölmiðla að hann hafi hafið viðræður við Everton um framlengingu á samningi sínum áður en hann meiddist.

„Mér sýnist á öllu að þær viðræður geti haldið áfram þrátt fyrir meiðslin. Ég er ekki 100 prósent viss um hvenær ég muni geta skrifað undir nýjan samning en okkur liggur ekkert á."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×