Enski boltinn

Scholes: Við ráðum við meiðslavandræðin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaðurinn síungi, Paul Scholes, hefur ekki miklar áhyggjur þó svo mikil meiðsli séu í leikmannahópi Man. Utd nú um stundir.

Meðal þeirra manna sem eru á meiðslalistanum eru Rio Ferdinand, Gary Neville, Jonny Evans, John O´Shea, Wes Brown og Da Silva-tvíburarnir.

„Þessi meiðsli breyta ekki svo miklu. Við reynum alltaf að spila eins, sama hver andstæðingurinn er. Stundum þurfa menn að fylla ákveðin en við erum með 19 leikmenn og eigum að geta klórað okkur út úr þessu," sagði Scholes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×