Enski boltinn

Man. Utd á eftir Pele?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yohann Pele.
Yohann Pele. Nordic Photos/AFP

Franski markvörðurinn Yohann Pele hjá Le Mans er sagður vera undir smásjánni hjá Englandsmeisturum Manchester United.

Edwin van der Sar er kominn vel á aldur og United er sagt hafa augun opin fyrir mögulegum langtíma arftökum.

Hinn 26 ára gamli Pele hefur verið eftirsóttur um nokkra hríð og á meðal þeirra liða sem hafa einnig sýnt honum áhuga eru Arsenal og Tottenham.

Talið er að United muni losa sig við Pólverjann Tomasz Kuczsak í sumar en Pólverjinn er sagður vilja fá að spila meira.

Svo á United líka hinn unga og efnilega Ben Foster en hann gæti einnig horfið á braut sjái hann að United líti ekki til hans sem arftaka Van der Sar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×