Tveir lögreglumenn eru mikið slasaðir og þurfti að flytja þá með sjúkrabifreið á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru nokkrir lemstraðir vegna átaka sem hafa verið í kvöld. Mótmælendur hafa kastað múrsteinshellum í lögregluþjóna með fyrrgreindum afleiðingum.
Samkvæmt upplýsingum Fréttastofu eru nokkrir mótmælendur nú farnir að stilla sér upp fyrir framan lögreglu til að varna því að aðrir mótmælendur kasti grjóti í lögregluna.
