Uppivöðsluseggir stöðva ekki þingstörf 21. janúar 2009 06:30 „Hér varð skipulögð aðför að þinghúsinu," sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, undir kvöld í gær þegar mótmælendum við húsið hafði snarfækkað frá því sem var fyrr um daginn. „Ég harma þetta og vona að til þessa þurfi ekki að koma aftur. Þingmönnum gengur ekki annað til en að vinna að þeim málum í þjóðarþágu." Þingmenn Vinstri grænna lögðu til að þingfundi yrði slitið enda töldu þeir hvorki efni né aðstæður til að halda fundinum áfram. Þingmál á dagskrá snertu ástandið í samfélaginu lítið sem ekkert. Sturla segir ekki hafa komið til greina að slíta fundi, allra síst á á forsendum VG. Ágæt mál hafi verið á dagskrá, meðal annars frumvarp Kristins H. Gunnarssonar um breytingar á stjórnskipunarlögum. „Ég taldi engar forsendur, þrátt fyrir ólæti fyrir utan hús, að stöðva framvinduna. Til hvers?" sagði Sturla. Átökin voru með þeim hætti að lögregla þurfti að beita piparúða, taka þurfti mótmælendur fasta, færa þá inn í þinghúsið og geyma þá í bílageymslu þinghússins. Á meðan heldur þingfundur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Gengur þetta? „Gengur það að ganga svona fram gagnvart þinginu, spyr ég. Ég svara því nei," segir Sturla. „Og við eigum ekki að láta fólk sem gengur með þessum hætti fram gagnvart þjóðþinginu að ráða för í samfélaginu. Við eigum auðvitað að hlusta á mótmælendur og við gerum það en við látum ekki stöðva störf löggjafarsamkomunnar vegna þess að uppivöðsluleggir láta öllum illum látum. Að sjálfsögðu hlustum við á þá sem mótmæla með eðlilegum hætti en ofbeldi á ekki að líðast í samfélaginu." Sturla segir alla verða að leggjast á eitt svo ró og friður skapist í samfélaginu. Verið sé að leita allra leiða til að ráða bug á vandanum og til þess þurfi frið. Ekki síst í þinghúsinu. „Alþingi, elsta löggjafarsamkoma veraldar, verður að halda reisn sinni og hafa frið til að vinna að lausn mála."- bþs Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Hér varð skipulögð aðför að þinghúsinu," sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, undir kvöld í gær þegar mótmælendum við húsið hafði snarfækkað frá því sem var fyrr um daginn. „Ég harma þetta og vona að til þessa þurfi ekki að koma aftur. Þingmönnum gengur ekki annað til en að vinna að þeim málum í þjóðarþágu." Þingmenn Vinstri grænna lögðu til að þingfundi yrði slitið enda töldu þeir hvorki efni né aðstæður til að halda fundinum áfram. Þingmál á dagskrá snertu ástandið í samfélaginu lítið sem ekkert. Sturla segir ekki hafa komið til greina að slíta fundi, allra síst á á forsendum VG. Ágæt mál hafi verið á dagskrá, meðal annars frumvarp Kristins H. Gunnarssonar um breytingar á stjórnskipunarlögum. „Ég taldi engar forsendur, þrátt fyrir ólæti fyrir utan hús, að stöðva framvinduna. Til hvers?" sagði Sturla. Átökin voru með þeim hætti að lögregla þurfti að beita piparúða, taka þurfti mótmælendur fasta, færa þá inn í þinghúsið og geyma þá í bílageymslu þinghússins. Á meðan heldur þingfundur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Gengur þetta? „Gengur það að ganga svona fram gagnvart þinginu, spyr ég. Ég svara því nei," segir Sturla. „Og við eigum ekki að láta fólk sem gengur með þessum hætti fram gagnvart þjóðþinginu að ráða för í samfélaginu. Við eigum auðvitað að hlusta á mótmælendur og við gerum það en við látum ekki stöðva störf löggjafarsamkomunnar vegna þess að uppivöðsluleggir láta öllum illum látum. Að sjálfsögðu hlustum við á þá sem mótmæla með eðlilegum hætti en ofbeldi á ekki að líðast í samfélaginu." Sturla segir alla verða að leggjast á eitt svo ró og friður skapist í samfélaginu. Verið sé að leita allra leiða til að ráða bug á vandanum og til þess þurfi frið. Ekki síst í þinghúsinu. „Alþingi, elsta löggjafarsamkoma veraldar, verður að halda reisn sinni og hafa frið til að vinna að lausn mála."- bþs
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði