Enski boltinn

Brown rekinn tapi Hull í dag - Jewell klár að taka við

Ómar Þorgeirsson skrifar
Paul Jewell.
Paul Jewell. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph mun starf knattspyrnustjórans Phil Brown hjá Hull hanga á bláþræði.

Gengi liðsins hefur ekki verið gott í upphafi tímabilsins og er það í raun framhald á hörmulegu gengi liðsins á lokakafla síðasta tímabils.

Endurkoma stjórnarformannsins Adam Pearson til félagsins muni hins vegar verða til þess að Brown verði rekinn strax eftir helgi ef sigur vinnst ekki gegn Burnley í dag.

Góðvinur Pearson, knattspyrnustjórinn Paul Jewell, er sagður vera líklegur eftirmaður Brown. Jewell hefur ekki verið í knattspyrnustjórn síðan hann sagði upp hjá Derby í desember árið 2008 en hann var áður stjóri hjá Bradford, Sheffield Wednesday og Wigan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×