Enski boltinn

Stóri Sam leitar af eftirmanni Santa Cruz

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stóri Sam Allardyce.
Stóri Sam Allardyce. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hjá Blackburn leggur nú megin áherlsu á að fylla skarð framherjans Roque Santa Cruz sem fór til Manchester City á dögunum.

Stóri Sam segir pottþétt að næstu kaup Blackburn verði framherji.

„Við munum einbeita okkur algjörlega á að fá framherja. Næsti leikmaður sem kemur til Blackburn verður framherji og ef við þurfum að eyða öllum okkar peningum í framherja, þá verður bara að hafa það," segir Allardyce í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Blackburn er sterklega orðað við framherjann Michael Owen sem er falur á frjálsri sölu en Allardyce segir leikmanninn ekki vera á leiðinni til félagsins.

„Nei, hann kemur ekki okkar. Við höfum ekki efni á launakostnaðinum sem fylgir leikmanninum sér í lagi ef ekki er hægt að treysta því að hann geti spilað í það minnsta þrjátíu leiki á tímabili," segir Allardyce sem ætti að þekkja meiðslatíðni Owen manna best frá tíma þeirra saman hjá Newcastle.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×